fbpx
Miðvikudagur 29.október 2025
433Sport

Er í fangelsi fyrir nauðgun og ræðir málin í fyrsta sinn – „Ég fæ enga sérmeðferð og vinn við það sama og aðrir“

Hörður Snævar Jónsson
Miðvikudaginn 29. október 2025 14:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fyrrverandi leikmaður Manchester City og Real Madrid, Robinho, hefur í fyrsta sinn tjáð sig opinberlega í myndbandsviðtali frá fangelsi þar sem hann afplánar níu ára dóm fyrir nauðgun.

Hann hefur setið í Dr. Jose Augusto Cesar Salgado fangelsinu í Sao Paulo síðan í mars 2024.

Í viðtalinu, sem birt var af góðgerðasamtökum sem aðstoða fanga við endurhæfingu, sagðist Robinho vera meðhöndlaður eins og hver annar fangi.

„Mataræði mitt og svefntímar eru þeir sömu og hjá öllum öðrum. Ég fæ enga sérmeðferð og vinn við það sama og aðrir fangar,“ sagði hann. „Þegar við höfum frí á sunnudögum fáum við að spila fótbolta. Ég hef aldrei fengið nein forréttindi.“

Robinho fagnar marki með Manchester City á sínum tíma.

Hann sagði að fjölskyldan heimsæki hann reglulega um helgar. „Kona mín kemur með börnin okkar, og heimsóknirnar eru eins fyrir alla,“ bætti hann við.

Fangelsið sem Robinho dvelur í, oft kallað „fangelsið fyrir fræga“ (P2 Tremembé), hýsir fleiri þekkta fanga. Hann neitaði því þó alfarið að hafa sérstaka stöðu þar inni. „Ég hef ekkert leiðtogahlutverk og þarf ekki á lyfjum að halda. Hér eru fangaverðirnir yfir og við hin bara fylgjum reglum,“ sagði hann.

Robinho sagðist þakklátur fyrir að hafa haldið geðheilsu sinni þrátt fyrir erfiðar aðstæður.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Lést eftir að hafa dottið á búðarglugga um helgina – Glerbrot stakkst inn í kvið hans

Lést eftir að hafa dottið á búðarglugga um helgina – Glerbrot stakkst inn í kvið hans
433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Ræðir í fyrsta sinn þegar menn ætluðu að ræna honum og láta hann skipta um vinnu – „Ég hugsaði að þetta væri búið“

Ræðir í fyrsta sinn þegar menn ætluðu að ræna honum og láta hann skipta um vinnu – „Ég hugsaði að þetta væri búið“
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Íslensku strákarnir enn í möguleika eftir frábæra umferð

Íslensku strákarnir enn í möguleika eftir frábæra umferð
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Hákon hélt hreinu gegn Jasoni

Hákon hélt hreinu gegn Jasoni
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Stjarnan fann nýja köllun eftir að nauðgunardómur hans var felldur niður – Opnar sig um nýtt hlutverk í lífinu

Stjarnan fann nýja köllun eftir að nauðgunardómur hans var felldur niður – Opnar sig um nýtt hlutverk í lífinu
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Eigandi Celtic sendir kaldar kveðjur á Brendan Rodgers – Sjálfselskur og sundrandi

Eigandi Celtic sendir kaldar kveðjur á Brendan Rodgers – Sjálfselskur og sundrandi