

Samkvæmt heimildum nærri leikmannahópi Real Madrid ríkir nú vaxandi spenna milli leikmanna og þjálfarans Xabi Alonso. The Athletic greinir frá því að sumir leikmenn telji Alonso halda að hann sé Pep Guardiola vegna strangra vinnureglna og nýrra reglna sem hann hefur innleitt hjá félaginu.
Átökin komu skýrt í ljós í 2–1 sigri Madrid á Barcelona um helgina þegar Vinícius Junior sýndi opinskáa gremju eftir að Alonso tók hann útaf tuttugu mínútum fyrir leikslok. Samkvæmt spænskum fjölmiðlum hefur samband þeirra nú versnað í óstjórnlegt ástand og Vinícius er sagður íhuga framtíð sína hjá félaginu.
Leikmenn Real, sem voru vanir afslappaðri stjórnun Carlo Ancelotti, eiga erfitt með að aðlagast strangari stjórnunarstíl Alonso. Þegar hann tók við liðinu fyrir HM félagsliða fann hann klefa með „mörgum slæmum venjum“ og kallaði strax saman fund þar sem hann lagði áherslu á stundvísi, vinnusemi og aga.
Sumir leikmenn hafa þó brugðist illa við, sérstaklega þeir sem áður töldust ósnertanlegir. Alonso hefur einnig hert reglur um aðgang að æfingasvæði liðsins og takmarkað samskipti fjölskyldna og vina leikmanna, eftir að upplýsingar um byrjunarlið láku oft út í fjölmiðla á dögum Ancelotti.
Þrátt fyrir toppsætið í La Liga virðist innri friður Real Madrid nú á suðupunkti.