Ofurtölvan geðuga hefur stokkað spilin sín eftir helgina í enska boltanum en því er spáð að Arsenal vinni nokkuð sannfærandi sigur í deildinni.
Liverpool og Manchester City eru þar á eftir ef Ofurtölvan er að stokka spilin sín rétt.
Ofurtölvan er farin að verða jákvæðari í garð Manchester United og telur að liðið nái fimmta sætinu.
Ofurtölvan telur að West Ham og Wolves falli ásamt Burnley.
Svona endar enska deildin ef Ofurtölvan hefur rétt fyrir sér.