fbpx
Þriðjudagur 21.október 2025
433Sport

Hlustaðu á viðtal við Ólaf Inga: Segist taka við góðu búi af Halldóri – „Það er enginn að koma og kollvarpa því sem hefur gengið vel“

Hörður Snævar Jónsson
Þriðjudaginn 21. október 2025 10:41

Ólafur Ingi er goðsögn hjá Fylki.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Mér líst mjög vel á þetta verkefni, frábært tækifæri og þakklátur fyrir það. Ég er mjög spenntur,“ segir Ólafur Ingi Skúlason nýr þjálfari Breiðablik í samtali við 433.is.

Ólafur var ráðinn þjálfari liðsins í gær eftir að Halldór Árnason var rekinn úr starfi, Ólafur hætti sem þjálfari U21 árs landsliðsins.

„Þetta er eitt stærsta starfið og félagið á landinu, grunnurinn er gríðarlega góður. Leikmannahópur sem er mjög þroskaður og sterkur, þetta var tækifæri sem var ekki hægt að hugsa of lengi um heldur taka það. Ég er mjög spenntur.“

video
play-sharp-fill

Ólafur hafði átt samtöl við fleiri félög, þar á meðal Val en fyrir ári síðan var hann einnig orðaður við nokkur störf í Bestu deildinni.

„Þetta er risa félag, félag þar sem hefur verið mikill uppgangur síðustu árin. Þeir eru í Sambandsdeildinni sem kitlar og geta farið í Evrópu á næsta ári, leikmannahópurinn er mjög aðlaðandi. Þetta kemur allt heim og saman.“

Ólafur fær alvöru verkefni á fyrstu dögum sínum í starfi, liðið mætir KuPS í Sambandsdeildinni á fimmtudag og á sunnudag spilar liðið úrslitaleik við Stjörnuna um sæti í Evrópu á næsta ári. Blikar þurfa að sækja tveggja marka sigur í Garðabæ til að ná Evrópusæti.

„Heldur betur, það er bara geggjað. Það er bara tækifæri fyrir okkur að gera vel, byrjum á fimmtudaginn. Það er stórleikur og við erum að undirbúa okkur fyrir það, það er fyrsta æfing hjá mér í dag og ég er mjög spenntur. Það er geðveikt að vera í þeirri stöðu að spila mikilvæga leiki í lok tímabils á Íslandi.“

Ólafur segist taka við mjög góðu búi af Halldóri Árnasyni, liðið hefur hins vegar ekki spilað vel undanfarið og unnið aðeins þrjá af síðustu átján leikjum í öllum keppnum.

„Grunnurinn er mjög góður, Dóri hefur unnið frábært starf. Við erum að fara að spila svipaðan fótbolta, það hefur heilt yfir gengið mjög vel. Það er enginn að koma og kollvarpa því sem hefur gengið vel, við þurfum að ná upp sjálfstrausti í hópinn. Það er klárt að það er hægt að breyta einhverju, grunnurinn er mjög sterkur. Núna er verkefnið að undirbúa leikinn gegn KuPS, sem er gott lið á góðu skriði. Við þurfum að eiga toppleik til að ná einhverju úr þessu.“

Talað hefur verið um að vilji sé innan Breiðabliks að yngja liðið upp en Ólafur telur það ekki stóra verkefnið.

„Ekkert þannig, það var ekkert sem var rætt þannig. Mögulega eitthvað aðeins, það er ekki aðalatriðið. Það er að ná í úrslit á fimmtudag og halda áfram á þeirri vegferð sem félagið er á, félagið er með eitt besta yngri flokka starf á Íslandi. Það er vilji félagsins að leikmenn skilji sér upp, félagið er líka með miklar kröfur að ná árangri. Það er eitthvað sem er staðreynd, fókus er á fimmtudaginn núna.“

Viðtalið má heyra í heild hér að ofan og neðan.

video
play-sharp-fill
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Örlög KR og Vestra ráðast í talsverðu frosti og snjókomu

Örlög KR og Vestra ráðast í talsverðu frosti og snjókomu
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Stjörnunni mistókst að tryggja Evrópusætið – Úrslitaleikur gegn Breiðablik næstu helgi

Stjörnunni mistókst að tryggja Evrópusætið – Úrslitaleikur gegn Breiðablik næstu helgi
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Sjö sem gætu tekið við starfi Ólafs Inga í Laugardalnum – Verður Eiður Smári á blaði?

Sjö sem gætu tekið við starfi Ólafs Inga í Laugardalnum – Verður Eiður Smári á blaði?
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Klopp tjáir sig um harmleikinn í kringum Diogo Jota í sumar – „Ég sat þarna án þess að segja orð“

Klopp tjáir sig um harmleikinn í kringum Diogo Jota í sumar – „Ég sat þarna án þess að segja orð“
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Breiðablik staðfestir brotthvarf Halldórs – Ólafur Ingi tekur við

Breiðablik staðfestir brotthvarf Halldórs – Ólafur Ingi tekur við
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Hafnaði starfinu á dögunum en samþykkir nú að taka við

Hafnaði starfinu á dögunum en samþykkir nú að taka við
433Sport
Í gær

Rooney segir að Salah sé ekki sökudólgurinn – Kallar eftir því að annarri stjörnu verði hent á bekkinn

Rooney segir að Salah sé ekki sökudólgurinn – Kallar eftir því að annarri stjörnu verði hent á bekkinn
433Sport
Í gær

Skelfilegt slys skekur Bretland – Sonur goðsagnar látinn

Skelfilegt slys skekur Bretland – Sonur goðsagnar látinn
Hide picture