
Tveimur leikum er lokið í Meistaradeildinni það sem af er kvöldi. Barcelona vann ansi þægilegan sigur á Olympiacos.
Fermin Lopez skoraði þrjú mörk, Marcus Rashford tvö og Lamine Yamal í 6-1 sigri á heimavelli. Ayoub El Kaabi skoraði mark Grikkjanna.
Barcelona er með sex stig eftir fyrstu þrjár umferðirnar en Olympiacos er með eitt stig.
Kairat Almaty tók á móti kýpverska liðinu Pafos í Kasakstan og var manni fleiri nær allan leikinn eftir rautt spjald Joao Correira. Það dugði þó ekki til gegn David Luiz og félögum og niðurstaðan varð markalaust jafntefli.
Þetta var fyrsta stigið sem Kairat sækir en Pafos er með tvö.