fbpx
Mánudagur 06.október 2025
433Sport

Trúði ekki eigin augum vegna þess sem hún fann á Old Trafford – Sjáðu myndina

Helgi Fannar Sigurðsson
Mánudaginn 6. október 2025 10:33

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Stuðningsmaður Sunderland var furðu lostin er hún fann mús á Old Trafford á leiknum við Manchester United um helgina.

Á meðan United tryggði sér 2-0 sigur með mörkum frá Mason Mount og Benjamin Sesko, var Karen Jackson að eltast við mús í stúkunni.

Karen náði músinni í plastglas eftir að hún sá hana hlaupa um. „Aumingja litla dýrið var dauðhrætt,“ sagði hún á Facebook.

„Maður í gæslunni ætlaði ekki að hjálpa og sagði að ég yrði að yfirgefa völlinn ef ég ætlaði að sleppa henni út, en ég neitaði, ég ætlaði ekki að missa af seinni hálfleik!“

Að lokum fékk Jackson leyfi til að bera músina út. „Hún er sennilega komin aftur inn núna,“ bætti hún við í léttum tón.

Þetta er ekki í fyrsta sinn sem mýs sjást á Old Trafford. Undanfarna mánuði hafa stuðningsmenn og starfsfólk séð mýs bæði á vellinum og í stúkunni.

Heilbrigðiseftirlitið setti þá út á það að músaskítur hafi sést á leikvanginum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Í gær

Braut veðmálareglur í 252 skipti en fær vægan dóm

Braut veðmálareglur í 252 skipti en fær vægan dóm
433Sport
Í gær

Fremur hissa á brotthvarfi Heimis en vill nú þennan mann í hans stað

Fremur hissa á brotthvarfi Heimis en vill nú þennan mann í hans stað
433Sport
Fyrir 2 dögum

Tuchel harður á því að geta unnið HM án þess að velja Bellingham

Tuchel harður á því að geta unnið HM án þess að velja Bellingham
433Sport
Fyrir 2 dögum

Stuðningsmenn Liverpool slegnir yfir nýju lagi Taylor Swift

Stuðningsmenn Liverpool slegnir yfir nýju lagi Taylor Swift
433Sport
Fyrir 2 dögum

Bournemouth upp í annað sætið eftir endurkomusigur

Bournemouth upp í annað sætið eftir endurkomusigur
433Sport
Fyrir 2 dögum

Juliana átti lífið framundan þegar hún var tekin með eiturlyf á flugvelli – Hjartnæmt bréf sem hún sendi móður sinni opinberað

Juliana átti lífið framundan þegar hún var tekin með eiturlyf á flugvelli – Hjartnæmt bréf sem hún sendi móður sinni opinberað