Stuðningsmaður Sunderland var furðu lostin er hún fann mús á Old Trafford á leiknum við Manchester United um helgina.
Á meðan United tryggði sér 2-0 sigur með mörkum frá Mason Mount og Benjamin Sesko, var Karen Jackson að eltast við mús í stúkunni.
Karen náði músinni í plastglas eftir að hún sá hana hlaupa um. „Aumingja litla dýrið var dauðhrætt,“ sagði hún á Facebook.
A Sunderland fan found a mouse at Old Trafford on Saturday…
😨🫣🐀 pic.twitter.com/ing5Jny5in
— The Away Fans (@theawayfans) October 6, 2025
„Maður í gæslunni ætlaði ekki að hjálpa og sagði að ég yrði að yfirgefa völlinn ef ég ætlaði að sleppa henni út, en ég neitaði, ég ætlaði ekki að missa af seinni hálfleik!“
Að lokum fékk Jackson leyfi til að bera músina út. „Hún er sennilega komin aftur inn núna,“ bætti hún við í léttum tón.
Þetta er ekki í fyrsta sinn sem mýs sjást á Old Trafford. Undanfarna mánuði hafa stuðningsmenn og starfsfólk séð mýs bæði á vellinum og í stúkunni.
Heilbrigðiseftirlitið setti þá út á það að músaskítur hafi sést á leikvanginum.