Martin Ödegaard, fyrirliði Arsenal og norska landsliðsins, hefur dregið sig úr landsliðshópnum eftir að hafa meiðst á hné í sigri Arsenal gegn West Ham um helgina.
Ödegaard fór af velli eftir aðeins hálftíma leik í 2-0 sigri liðsins eftir samstuð við Crysencio Summerville. Mun hann dvelja hjá Arsenal á meðan komandi landsleikjahléi stendur og vera til skoðunar.
Þetta staðfesti félagið í dag og mun hann því missa af leikjum Noregs gegn Ísrael og Nýja-Sjálandi.
Ödegaard hefur nú verið tekinn af velli í fyrri hálfleik í þremur deildarleikjum í röð, en hann glímdi áður við axlarmeiðsli.
Auk hans eru Kai Havertz, Gabriel Jesus og Piero Hincapie einnig á meiðslalistanum hjá Arsenal.
Þó eru jákvæðari fréttir af Declan Rice, sem fór einnig meiddur af velli gegn West Ham. Hann verður með enska landsliðinu.