Ange Postecoglou var ekki í sérlega miklu stuði í viðtölum eftir 2-0 tap Nottingham Forest gegn Newcastle í gær, sem var fimmta tap liðsins í síðustu sjö leikjum undir hans stjórn.
Forest hefur ekki unnið leik í úrvalsdeildinni síðan í fyrstu umferð tímabilsins og er nú í 17. sæti deildarinnar. Það er kominn mikill hiti á Postecoglou, sem tók við liðinu eftir þrjá leiki á tímabilinu og hefur því ekki unnið enn.
Eftir 3-2 tap gegn FC Midtjylland í Evrópudeildinni í síðustu viku, þar sem stuðningsmenn sungu „Þú verður rekinn á morgun“, jókst pressan á Ástralann enn frekar.
"I’m sure your parents had a struggle in their life, right? And they didn’t give up!" 😠
"You may have even been a lost cause at some point, but they didn’t give up on you, right?" 😅
Ange Postecoglou sticks it back on this reporter as he battles to save his job as Forest boss… pic.twitter.com/E5SBzV2tZd
— Hayters TV (@HaytersTV) October 5, 2025
Þegar hann var spurður eftir leikinn hvort hann væri sannfærður um að geta snúið genginu við, svaraði Postecoglou kaldhæðnislega: „Nei, þetta er búið spil,“ en hélt áfram.
„Af hverju má ekki eitthvað vera erfitt? Ég er viss um að foreldrar þínir hafa þurft að berjast í gegnum lífið og ekki gefist upp. Þannig lít ég á þetta.“
Postecoglou sagði jafnframt að hann ætti von á fundi með eiganda félagsins, Evangelos Marinakis, í landsleikjahlénu þar sem farið yrði yfir stöðu mála.
Forest mætir Chelsea næst í deildinni eftir hléið, áður en liðið tekur á móti Porto í Evrópudeildinni og fer svo í erfiða útileik gegn Bournemouth.