Sögusagnir eru um það á Spáni að Xabi Alonso, stjóri Real Madrid, hafi beðið stjórn félagsins um að fylgjast vel með stöðu Florian Wirtz hjá Liverpool.
Alonso vann áður með Wirtz hjá Bayer Leverkusen, þar sem Þjóðverjinn blómstraði undir stjórn hans. Honum hefur hins vegar gengið illa í fyrstu leikjunum á Englandi. Hefur hann til að mynda hvorki skorað né lagt upp í tíu leikjum.
Var Wirtz hent á bekkinn í 2-1 tapinu gegn Chelsea um helgina, en þess má geta að það var þriðja tapið í röð hjá Englandsmeisturunum.
Liverpool greiddi um £116,5 milljónir punda fyrir Wirtz síðasta sumar. Skrifaði hann undir til fimm ára.