fbpx
Mánudagur 06.október 2025
433Sport

Elíasi refsað af þjálfara sínum

Helgi Fannar Sigurðsson
Mánudaginn 6. október 2025 11:03

Elías í viðtali á Íslandi fyrir nokkrum vikum.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Elíasi Rafni Ólafssyni landsliðsmarkverði var hent á bekkinn fyrir stórleik Midtjylland gegn FC Kaupmannahöfn í gær. Var þjálfarinn Mike Tullberg að refsa honum fyrir að mæta ekki á fund í aðdraganda leiksins.

Þetta kemur fram á Bold, en Tullberg segir Elías hafa misst af fundi þar sem átti að fara yfir taktík. Eitt gangi yfir alla í slíkum málum og þá kemur ekki til greina að þeir byrji. Þess má geta að leiknum lauk með 1-1 jafntefli á Parken.

Elías vann sér inn sæti aðalmarkvarðar í landsliðinu í síðasta landsleikjaglugga og stóð sig afar vel gegn Aserbaísjan og Frökkum. Má því búast við að hann verði milli stanganna gegn Úkraínu og Frakklandi hér heima í undankeppni HM á komandi dögum.

Elías hefur verið í harðri baráttu við Jonas Lössl, sem er stórt nafn í danska boltanum, hjá Midtjylland undanfarin ár og því er atvik helgarinnar óheppilegt.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Í gær

Braut veðmálareglur í 252 skipti en fær vægan dóm

Braut veðmálareglur í 252 skipti en fær vægan dóm
433Sport
Í gær

Fremur hissa á brotthvarfi Heimis en vill nú þennan mann í hans stað

Fremur hissa á brotthvarfi Heimis en vill nú þennan mann í hans stað
433Sport
Fyrir 2 dögum

Tuchel harður á því að geta unnið HM án þess að velja Bellingham

Tuchel harður á því að geta unnið HM án þess að velja Bellingham
433Sport
Fyrir 2 dögum

Stuðningsmenn Liverpool slegnir yfir nýju lagi Taylor Swift

Stuðningsmenn Liverpool slegnir yfir nýju lagi Taylor Swift
433Sport
Fyrir 2 dögum

Bournemouth upp í annað sætið eftir endurkomusigur

Bournemouth upp í annað sætið eftir endurkomusigur
433Sport
Fyrir 2 dögum

Juliana átti lífið framundan þegar hún var tekin með eiturlyf á flugvelli – Hjartnæmt bréf sem hún sendi móður sinni opinberað

Juliana átti lífið framundan þegar hún var tekin með eiturlyf á flugvelli – Hjartnæmt bréf sem hún sendi móður sinni opinberað