fbpx
Fimmtudagur 18.desember 2025
433Sport

Ríkharð skellti sér í Björnsbakarí og fékk þar risatíðindi – „Hann fullyrti það“

Helgi Fannar Sigurðsson
Föstudaginn 24. janúar 2025 13:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ríkharð Óskar Guðnason segir breytingar framundan er varðar formannstólinn hjá knattspyrnudeild KR, Páll Kristjánsson sé á útleið.

Ríkharð segir í nýjasta þætti Þungavigtarinnar að hann hafi smellt sér vestur í bæ, nánar tiltekið í Björnsbakarí, og hitt þar mann sem tjáði honum að nýr maður væri að taka við starfi Páls á næstu vikum.

„Hann fullyrti það að það væru heldur betur breytingar framundan hjá KR-ingum. Páll Kristjánsson, sem hefur verið formaður knattspyrnudeildar KR, hann er á leið út. Það mun gerast á næstu vikum og við hans kefli tekur Magnús Orri Schram,“ segir Ríkharð.

Magnús var þingmaður Samfylkingarinnar frá 2009 til 2013. Hann lék með KR á sínum tíma.

Páll hefur verið formaður KR síðan eftir leiktíðina 2019. Félagið hefur átt heldur erfitt á þessum árum, þó ekki síst vegna aðstöðumála og þess háttar.

„Ég veit ekkert hvort hann sé á leiðinni út úr félaginu en hann er allavega á leiðinni út sem formaður,“ segir Ríkharð enn fremur.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Bruno Fernandes daðrar við Spán og Ítalíu – Heldur áfram að vekja athygli með ummælum sínum

Bruno Fernandes daðrar við Spán og Ítalíu – Heldur áfram að vekja athygli með ummælum sínum
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Fer líklega til Bandaríkjanna en ekki í faðm Messi og Beckham

Fer líklega til Bandaríkjanna en ekki í faðm Messi og Beckham
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Forsætisráðherra til í að fara með Abramovich fyrir dómstóla

Forsætisráðherra til í að fara með Abramovich fyrir dómstóla
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Opnar sig um áhuga Manchester United í sumar

Opnar sig um áhuga Manchester United í sumar
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum
Góð tíðindi af Orra
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Valtýr hellir sér yfir mann sem kom til Íslands á dögunum – „Það á bara að snúa honum við og senda hann úr landi“

Valtýr hellir sér yfir mann sem kom til Íslands á dögunum – „Það á bara að snúa honum við og senda hann úr landi“
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Fer frítt frá Liverpool

Fer frítt frá Liverpool
433Sport
Í gær

Fullkrug fer líklega á láni til Ítalíu

Fullkrug fer líklega á láni til Ítalíu
433Sport
Í gær

Lýsir miklum vonbrigðum eftir að samningnum var óvænt rift

Lýsir miklum vonbrigðum eftir að samningnum var óvænt rift