fbpx
Föstudagur 19.september 2025
433Sport

Kveður Arnar með söknuði og segir hann fullkominn fyrir landsliðið – „Ekki bara frábær þjálfari heldur líka frábær manneskja“

Helgi Fannar Sigurðsson
Mánudaginn 20. janúar 2025 19:30

Mynd: DV/KSJ

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sölvi Geir Ottesen var í dag staðfestur sem nýr þjálfari karlaliðs Víkings. Tekur hann við við af Arnari Gunnlaugssyni og kveður hann með söknuði.

Sölvi var aðstoðarmaður Arnars en lengi var vitað að hann myndi taka við af honum fyrr eða síðar. Það raungerðist svo þegar Arnar tók við stöðu þjálfara karlalandsliðsins á dögunum.

video
play-sharp-fill

„Hann er ekki bara frábær þjálfari heldur líka frábær manneskja. Við áttum virkilega góða tíma saman, góðar minningar sem við deilum með hvorum öðrum,“ sagði Sölvi við 433.is í dag.

„Ég kveð hann með söknuði og stolti. Það er gaman að sjá hann taka við landsliðinu. Ég veit hvað þetta er mikilvægt og stórt fyrir hann. Ég samgleðst honum alveg í botn.

Hann er akkúrat púslið til að ná árangri þarna. Ég þekki líka til teymisins í landsliðinu og fannst mjög mikilvægt að hann fengi þetta teymi áfram. Þeir eru allir mjög færir og ég er mjög bjartsýnn fyrir framhaldið hjá landsliðinu,“ sagði Sölvi enn fremur, en hann starfaði einmitt í teymi Age Hareide sem sérfræðingur í föstum leikatriðum.

Ítarlegt viðtal við Sölva má finna í spilaranum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Ein besta knattspyrnukona heims sagði takk en nei takk við gylliboði

Ein besta knattspyrnukona heims sagði takk en nei takk við gylliboði
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Messi að skrifa undir

Messi að skrifa undir
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Strákarnir okkar standa í stað eftir tvo frábæra leiki

Strákarnir okkar standa í stað eftir tvo frábæra leiki
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Leikmaður Newcastle hreinskilinn er hann ræddi skipti Isak til Liverpool

Leikmaður Newcastle hreinskilinn er hann ræddi skipti Isak til Liverpool
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Vangoldin laun ástæða fyrir skyndilegu brotthvarfi Guðjóns frá Akureyri – „Ekki staðið við það“

Vangoldin laun ástæða fyrir skyndilegu brotthvarfi Guðjóns frá Akureyri – „Ekki staðið við það“
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Henry greinir það sem Gyokeres verður að laga – Segir að þetta þurfi að lagast svo Arsenal vinni titla

Henry greinir það sem Gyokeres verður að laga – Segir að þetta þurfi að lagast svo Arsenal vinni titla
Hide picture