fbpx
Þriðjudagur 18.febrúar 2025
433Sport

Elísabet að landa landsliðsþjálfarastarfinu í Belgíu

Helgi Fannar Sigurðsson
Laugardaginn 18. janúar 2025 00:16

Elísabet Gunnarsdóttir.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Elísabet Gunnarsdóttir er að öllum líkindum að taka við sem þjálfari belgíska kvennalandsliðsins. Þetta herma heimildir 433.is.

Elísabet hefur ekki þjálfað síðan hún hætti með Kristianstad í Svíþjóð 2023. Var hún þar í fjórtán ár við góðan orðstýr.

Nú er hún hins vegar líklega að landa þessu afar spennandi starfi. Tekur hún við af Ives Serneels, sem belgíska knattspyrnusambandið lét í dag eftir fjórtán ár í starfi landsliðsþjálfara.

Belgía er í 19. sæti á heimslista FIFA, fimm sætum fyrir neðan Ísland. Liðið verður þátttakandi á EM í Sviss næsta sumar, rétt eins og Ísland, og er þar í riðli með Portúgal, Ítalíu og Spáni.

Auk Kristianstad hefur Elísabet þjálfað Val og ÍBV hér heima, sem og verið aðstoðarþjálfari íslenska kvennalandsliðsins um skeið. Hún hefur verið orðuð við önnur störf frá því hún hætti með Kristianstad, til að mynda þjálfarastarfið hjá Chelsea í fyrra.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 5 klukkutímum

24 prósent af þeim sem eiga sæti á ársþingi KSÍ hafa staðfest mætingu

24 prósent af þeim sem eiga sæti á ársþingi KSÍ hafa staðfest mætingu
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Ástarjátning Casemiro sem ætlar ekki að fara neitt í sumar

Ástarjátning Casemiro sem ætlar ekki að fara neitt í sumar
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

PSG ætlar sér að fá Greenwood í sumar – Kæmi haugur af peningum í erfiðan rekstur United

PSG ætlar sér að fá Greenwood í sumar – Kæmi haugur af peningum í erfiðan rekstur United
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Ofurtölvan stokkar spilin eftir helgina – Endar United 50 stigum á eftir toppliðinu?

Ofurtölvan stokkar spilin eftir helgina – Endar United 50 stigum á eftir toppliðinu?
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Skellti í TikTok myndband til að slökkva í Roy Keane

Skellti í TikTok myndband til að slökkva í Roy Keane
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum
Almenn miðasala er hafin
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum
Víkingar kveðja Danijel
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Aðeins Mourinho gert betur en Arne Slot

Aðeins Mourinho gert betur en Arne Slot
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Freyr spurðist fyrir um Höskuld en málið fer ekki lengra

Freyr spurðist fyrir um Höskuld en málið fer ekki lengra
433Sport
Í gær

Danijel Djuric á leið til Króatíu – Ekki með Víkingi á fimmtudag

Danijel Djuric á leið til Króatíu – Ekki með Víkingi á fimmtudag
433Sport
Í gær

Ekki séð krónu frá barnsföður sínum sem sjálfur lifir lífi milljarðamærings – „Vil bara fá smá fjárhagsaðstoð“

Ekki séð krónu frá barnsföður sínum sem sjálfur lifir lífi milljarðamærings – „Vil bara fá smá fjárhagsaðstoð“