fbpx
Fimmtudagur 18.september 2025
433Sport

Tómas Þór birtir fallega kveðju til Arnars – „Dugði mér fyrir lífstíð en ég slæ ekki höndinni á móti öllu hinu sem fylgdi“

Helgi Fannar Sigurðsson
Fimmtudaginn 16. janúar 2025 08:30

Tómas þór.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Tómas Þór Þórðarson, íþróttafréttamaður til margra ára og einn harðasti Víkingur landsins, þakkaði Arnari Gunnlaugssyni fyrir sín störf í Fossvoginum með fallegri kveðju í gærkvöldi.

Arnar var í gær ráðinn þjálfari íslenska karlalandsliðsins eftir stórkostlegan tíma í Víkinni. Breytti hann Víkingi í lið sem barðist um titla á hverju ári, vann Íslandsmeistaratitilinn í tvígang undir hans stjórn, bikarmeistaratitilinn fjórum sinnum og er nú komið í útsláttarkeppni Sambansdeildarinnar.

Arnar Gunnlaugsson, nýr landsliðsþjálfari Íslands.

„Ég vissi ekki hvert ég ætlaði þegar mér var tjáð að Víkingur ætlaði að ráða Arnar Gunnlaugsson sem þjálfara liðsins veturinn 2018. Fyrri störf hans gerðu mig frekar tortrygginn. En, ég átti alltaf eftir að prófa að hafa rangt fyrir mér þegar kemur að íþróttum og er ég feginn að hafa eytt því þarna út fyrir sjö árum síðan,“ skrifar Tómas á Facebook-síðu sína.

„Ég hef alltaf sagt, og meina það, að bikarinn 2019 og fótboltinn sem liðið spilaði þá dugði mér fyrir lífstíð en ég slæ ekki höndinni á móti öllu hinu sem fylgdi. Ísland er að fá frábæran mann og þjálfara og verður í meira lagi gaman að sjá íslenska liðið undir stjórn Arnars. Takk fyrir mig.“

Arnar tekur við landsliðsþjálfarastarfinu af Age Hareide og stýrir sínum fyrstu leikjum í umspili Þjóðardeildarinnar í mars. Það má búast við að aðstoðarmaður Arnars í Víkinni, Sölvi Geir Ottesen, taki við af honum þar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Segir að hún og sonur sinn sitji undir hótunum eftir að hafa neitað að fara í trekant með stórstjörnu

Segir að hún og sonur sinn sitji undir hótunum eftir að hafa neitað að fara í trekant með stórstjörnu
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Evrópumeistararnir sýndu hetju gærkvöldsins áhuga

Evrópumeistararnir sýndu hetju gærkvöldsins áhuga
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Umboðsmaðurinn útilokar endurkomu til Chelsea

Umboðsmaðurinn útilokar endurkomu til Chelsea
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Tekjur United aldrei meiri en á síðustu leiktíð – Áfram taprekstur en miklu minni en árið áður

Tekjur United aldrei meiri en á síðustu leiktíð – Áfram taprekstur en miklu minni en árið áður
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Stjarnan þarf að borga sektina til KSÍ en segir mistökin hafa verið mannleg

Stjarnan þarf að borga sektina til KSÍ en segir mistökin hafa verið mannleg
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Rómantík í beinni: Daðursleg skilaboð virðast hafa skilað árangri – Leikkonan beit á agnið hjá boltastráknum

Rómantík í beinni: Daðursleg skilaboð virðast hafa skilað árangri – Leikkonan beit á agnið hjá boltastráknum