Arsenal minnkaði forskot Liverpool á toppi ensku úrvalsdeildarinnar í kvöld er liðið mætti Tottenham.
Leikurinn var ágætis skemmtun en það voru heimamenn sem höfðu betur og var það Leandro Trossard sem tryggði sigur.
Tottenham komst yfir eftir 25 mínútur í viðureigninni en Arsenal skoraði tvö mörk undir lok fyrri hálfleiks til að tryggja sigur.
Fleiri leikir fóru fram og þar á meðal leikur Newcastle og Wolves þar sem Alexander Isak skoraði tvennu.
Hér má sjá úrslitin í kvöld.
Arsenal 2 – 1 Tottenham
0-1 Son Heung Min(’25)
1-1 Dominic Solanke(’40, sjálfsmark)
2-1 Leandro Trossard(’44)
Leicester 0 – 2 Crystal Palace
0-1 Jean Philippe Mateta(’42)
0-2 Marc Guehi(’79)
Newcastle 3 – 0 Wolves
1-0 Alexander Isak(’34)
2-0 Alexander Isak(’57)
3-0 Anthony Gordon(’74)
Everton 0 – 1 Aston Villa
0-1 Ollie Watkins(’51)