fbpx
Þriðjudagur 04.nóvember 2025
433Sport

KSÍ og Víkingur ræða um peningaupphæðina fyrir Arnar – Þetta er líklegasta talan

Helgi Fannar Sigurðsson
Þriðjudaginn 14. janúar 2025 11:17

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

KSÍ er í viðræðum við Víking um greiðslur fyrir að fá Arnar Gunnlaugsson sem nýjan landsliðsþjálfara. Fótbolti.net segir frá.

Það er allt útlit fyrir að Arnar verði næsti landsliðsþjálfari, sérstaklega eftir að Freyr Alexandersson, sem einnig var í umræðunni, var ráðinn til Brann í Noregi.

Fótbolti.net segir að KSÍ þurfi að greiða Víkingi 10-15 milljónir króna fyrir þjónustu Arnars, sem hefur gert afar góða hluti í starfi í Víkinni.

Þá kemur einnig fram að Arnar fái sennilega að klára verkefni Víkings í útsláttarkeppni Sambansdeildarinnar gegn Panathinaikos í næsta mánuði. Yrði hann landsliðsþjálfari samhliða því fyrstu vikurnar.

Það er gert ráð fyrir að Sölvi Geir Ottesen, aðstoðarmaður Arnars í Víkinni, taki við liðinu eftir að Arnar fer til starfa í Laugardalnum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Gagnrýnir þessa fjóra leikmenn United og segir að þeir eigi að bera liðið uppi

Gagnrýnir þessa fjóra leikmenn United og segir að þeir eigi að bera liðið uppi
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Davíð Smári skrifar undir í Njarðvík á morgun

Davíð Smári skrifar undir í Njarðvík á morgun
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Þjálfari Alberts Guðmundssonar rekinn úr starfi

Þjálfari Alberts Guðmundssonar rekinn úr starfi
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Kjaftasögunni um Arnar Gunnlaugs og landsliðið gefið langt nef í Morgunblaðinu – „Sem er auðvitað ekkert annað en fásinna“

Kjaftasögunni um Arnar Gunnlaugs og landsliðið gefið langt nef í Morgunblaðinu – „Sem er auðvitað ekkert annað en fásinna“
433Sport
Í gær

Útskýrir af hverju hann situr á gólfinu allan daginn

Útskýrir af hverju hann situr á gólfinu allan daginn
433Sport
Í gær

Rekinn fyrir ellefu mánuðum en Úlfarnir hafa áhuga á honum aftur

Rekinn fyrir ellefu mánuðum en Úlfarnir hafa áhuga á honum aftur