fbpx
Mánudagur 05.janúar 2026
433Sport

Albert fær hressilega á baukinn – „Hvað kom fyrir?“

Helgi Fannar Sigurðsson
Þriðjudaginn 14. janúar 2025 10:28

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Albert Guðmundsson hefur fengið töluverða gagnrýni eftir tap Fiorentina gegn Monza í gær, meðal annars í staðarmiðlinum Firenze Dintorni.

Albert byrjaði leikinn en var tekinn af velli í hálfleik. Þá var staðan 1-0 fyrir Monza og lauk leiknum 2-1. „Hvað kom fyrir leikmann númer 10 hjá Fiorentina?“ segir í grein Firenze Dintorni.

„Albert olli vonbrigðum gegn Monza. Slæm frammistaða hans varð til þess að honum var skipt af velli í hálfleik. Honum var spilað fremst á miðjunni í 4-2-3-1 kerfi en átti erfitt með að skapa sér pláss og búa til færi. Hann er aðeins með þrjú mörk á leiktíðinni og frammistaða hans hefur versnað frá því hann sneri aftur úr meiðslum í desember. Hann þarf að finna sitt fyrra form til að hjálpa Fiorentina.“

Er Albert Guðmundsson vandamál? Einhver myndi segja það,“ segir enn fremur í greininni.

Raffa­ele Palla­dino, stjóri Fiorentina, var spurður út í Albert eftir leik. Sagði hann að einstaklingar væru ekki vandamálið heldur að Fiorentina væri ekki að spila eins og lið.

Albert gekk í raðir Fiorentina frá Genoa síðasta sumar eftir stórkostlega frammistöðu á Ítalíu. Hann kom á láni en fer alfarið til Flórens næsta sumar og er kaupverðið hátt í 30 milljónir evra.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Eldheitur Amorim hjólaði í mann og annan á fréttamannafundi eftir leik

Eldheitur Amorim hjólaði í mann og annan á fréttamannafundi eftir leik
Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Patrick Pedersen íþróttamaður Vals 2025

Patrick Pedersen íþróttamaður Vals 2025
433Sport
Í gær

Spáir bjartari tímum framundan í Vesturbænum – „Hann veit hvað hann er að gera“

Spáir bjartari tímum framundan í Vesturbænum – „Hann veit hvað hann er að gera“
433Sport
Í gær

Vill aftur til Evrópu og stórlið er klárt

Vill aftur til Evrópu og stórlið er klárt
433Sport
Fyrir 2 dögum

Óþekktur Bandaríkjamaður gæti tekið við í Frakklandi

Óþekktur Bandaríkjamaður gæti tekið við í Frakklandi
433Sport
Fyrir 2 dögum

Búinn að hafna einu félagi í janúar

Búinn að hafna einu félagi í janúar
433Sport
Fyrir 2 dögum

,,Verst rekni vinnustaður í sögunni“

,,Verst rekni vinnustaður í sögunni“
433Sport
Fyrir 2 dögum

Fullkrug mættur til Ítalíu

Fullkrug mættur til Ítalíu