Jack Grealish hefur farið vel af stað í treyju Everton og var valinn leikmaður ágústmánaðar í ensku úrvalsdeildinni.
Grealish gekk í raðir Everton á láni frá Manchester City í sumar, en þar var hann ekki inni í myndinni.
Hann virðist vera fullur sjálfstrausts í Liverpool-borg og er kominn með fjórar stoðsendingar í þremur leikjum.
Liðsfélagi hans, Kiernan Dewsbury-Hall, kom honum á óvart í innslagi sem Everton birti í dag og veitti honum verðlaunin.
„Rétt áður en við byrjum, ég veit að þetta er afmælisvikan þín svo ég er með smá gjöf handa þér. Þú átt þetta skilið,“ sagði hann og afhenti honum þau.
„Ég hélt þú værir að stríða mér, ég er eiginlega orðlaus,“ sagði einlægur Grealish.
Hann er fyrsti leikmaður Everton í fimm ár til að hljóta verðlaunin. Sá síðasti var Dominic Calvert-Lewin.
🎁🏆 A deserved surprise on birthday week for @JackGrealish…@PremierLeague
— Everton (@Everton) September 12, 2025