fbpx
Þriðjudagur 11.nóvember 2025
433Sport

Óvænt nafn í hóp hjá City um helgina – Ekki spilað fyrir félagið í tæp tvö ár

Hörður Snævar Jónsson
Föstudaginn 12. september 2025 15:00

Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Manchester City hafa kallað Kalvin Phillips aftur inn í leikmannahóp sinn fyrir grannaslaginn gegn Manchester United eftir að hafa verið settur út í kuldann hjá Pep Guardiola í sumar.

Phillips, 29 ára, sem áður var fastamaður í enska landsliðinu, gæti nú leikið sinn fyrsta leik fyrir City í 21 mánuð. Hann var á láni hjá Ipswich á síðasta tímabili þar sem liðið féll úr úrvalsdeildinni.

Síðasti keppnisleikur hans fyrir City kom gegn Urawa Red Diamonds í HM félagsliða þann 19. desember 2023, þegar hann kom inn á sem varamaður og lék í 13 mínútur.

Nú virðist hann fá tækifæri til að endurvekja feril sinn á Etihad eftir að hafa verið valinn í 25 manna hóp City fyrir úrvalsdeildina á tímabilinu.

Phillips var mikið orðaður við ný félög í sumar, þar sem Guardiola gaf í skyn að hann vildi minnka leikmannahópinn. Hann hefur haft lítið traust hjá Guardiola eftir að hann kom frá Leeds sumarið 2022 fyrir 45 milljónir punda.

Hann lék aðeins 12 leiki á sínu fyrsta tímabili og var svo lánaður til West Ham á síðari hluta tímabilsins 2023/24. Þar gekk honum illa.

Hann hefur dottið úr landsliðshóp Englands og náði sér aldrei almennilega á strik með Ipswich þrátt fyrir 22 leiki á síðasta tímabili.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Þrír miðjumenn orðaðir við United – Sagðir vilja fá inn leikmann í janúar

Þrír miðjumenn orðaðir við United – Sagðir vilja fá inn leikmann í janúar
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Mourinho hjólar í dómarann og VAR eftir slæm úrslit um helgina

Mourinho hjólar í dómarann og VAR eftir slæm úrslit um helgina
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Líklegt byrjunarlið Íslands í Baku á fimmtudag – Leitar Arnar í það sem virkaði síðast?

Líklegt byrjunarlið Íslands í Baku á fimmtudag – Leitar Arnar í það sem virkaði síðast?
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Messi heimsótti heimavöll Barcelona í skjóli nætur – „Í gærkvöldi sneri ég aftur á stað sem ég sakna af öllu hjarta“

Messi heimsótti heimavöll Barcelona í skjóli nætur – „Í gærkvöldi sneri ég aftur á stað sem ég sakna af öllu hjarta“
433Sport
Í gær

Varpar fram kenningu um eldræðu Heimis um Arnar Svein – „Það er allt útpælt sem þessi gæi segir“

Varpar fram kenningu um eldræðu Heimis um Arnar Svein – „Það er allt útpælt sem þessi gæi segir“
433Sport
Í gær

Lykilmaður Liverpool sagður nálgast samkomulag við Bayern – Kemur þá frítt næsta sumar

Lykilmaður Liverpool sagður nálgast samkomulag við Bayern – Kemur þá frítt næsta sumar