fbpx
Föstudagur 12.september 2025
433Sport

Amorim treystir ekki Lammens um helgina og staðfestir að Bayındır byrji

Hörður Snævar Jónsson
Föstudaginn 12. september 2025 14:00

Altay Bayindir er í markinu í mögulegu byrjunarliði. Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Rúben Amorim, stjóri Manchester United, staðfesti í dag að Altay Bayındır muni standa á milli stanganna gegn Manchester City á Etihad á sunnudag og útskýrði af hverju nýi markvörðurinn, Senne Lammens, verður ekki í byrjunarliðinu.

„Altay mun halda áfram. Þetta er önnur deild, annað land, aðrar æfingar, annar bolti. Við munum reyna að viðhalda því og þeir munu berjast um stöðuna, en fyrir mig er ljóst að í þessum leik byrjar Altay,“ sagði Amorim.

Um Lammens sagði hann: „Hann er markmaður með mikla hæfileika. Ég veit að við erum á tímabili þar sem markmaður þarf að vera mjög sterkur og hafa mikla reynslu. Við þurfum að horfa á núið, en einnig með framtíðina í huga svo þetta snýst svolítið um bæði. Hann er strákur með frábæra hæfileika.“

Amorim útskýrði einnig hvers vegna United valdi Lammens fremur en Emi Martinez frá Aston Villa: „Við höfum nú valkost sem getur gefið okkur eitthvað nýtt núna en hefur líka mikla hæfileika til að vera okkar markmaður í mörg ár. Það var okkar ákvörðun að lokum.“

Að lokum sagði Amorim að brottför Andre Onana frá félaginu væri vegna þess að það þurfti breytingu og hann óskaði kamerúnska landsliðsmanninum alls hins besta í framtíðinni.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Ólgusjór í Kópavogi og spjótin beinast að Halldóri – Nýr samningur og markvörður liðsins sendir pillu á stuðningsmenn

Ólgusjór í Kópavogi og spjótin beinast að Halldóri – Nýr samningur og markvörður liðsins sendir pillu á stuðningsmenn
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

United skoðar að spila fjölda æfingaleikja til að safna auri í kassann

United skoðar að spila fjölda æfingaleikja til að safna auri í kassann
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Martial verður liðsfélagi Ramos – Hafði verið orðaður við annað lið í landinu

Martial verður liðsfélagi Ramos – Hafði verið orðaður við annað lið í landinu
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Arsenal reynir að framlengja við tvo lykilmenn

Arsenal reynir að framlengja við tvo lykilmenn