Louis Saha gerir sér vonir um að Thierry Henry muni einn daginn þjálfa í ensku úrvalsdeildinni og þá lið Arsenal.
Henry er einn besti ef ekki besti leikmaður í sögu Arsenal en hann hefur reynt fyrir sér sem þjálfari síðustu ár og hefur árangurinn verið misgóður.
Saha þekkir Henry vel og léku þeir saman í franska landsliðinu en hann hefur bullandi trú á landa sínum sem er í dag starfandi í sjónvarpi.
Mikel Arteta er í dag stjóri Arsenal en starf hans gæti verið í hættu ef liðinu mistekst að vinna titil á næsta tímabili.
,,Ég væri til í að sjá Henry þjálfa í ensku úrvalsdeildinni, hann á það skilið. Hann elskar fótbolta svo mikið og margir aðrir hafa fengið sama tækifæri en ekki hann,“ sagði Saha.
,,Hann gerði mjög vel með franska U21 liðið þó að þeir hafi ekki unnið Ólympíuleikana að lokum. Hann er með gríðarlega vitneskju og það væri frábært að sjá hann þjálfa Arsenal einn daginn.“