Manchester United er víst að blanda sér í baráttuna um Alexander Isak sem spilar með Newcastle.
Isak reynir allt sem hann getur til að komast burt frá Newcastle í sumar og er á óskalista Liverpool.
Liverpool er búið að bjóða 120 milljónir í leikmanninn en fékk um leið höfnun frá Newcastle.
Samkvæmt blaðamanninum Florian Plettenberg þá er United að skoða þann möguleika að fá Isak í sumar.
Isak er ákveðinn í að komast til Liverpool en gæti opnað dyrnar fyrir United ef það gengur ekki upp í glugganum.