Anthony Gordon segist vorkenna vini sínum Alexander Isak sem reynir að komast burt frá Newcastle.
Gordon og Isak eru saman hjá Newcastle en sá síðarnefndi er á óskalista Liverpool er mögulega á förum.
Gordon kom til Newcastle frá Everton á sínum tíma og þekkir það vel að vilja fara og vera orðaður við önnur félög.
Hann er ánægður með að vera laus við sögusagnir um sjálfan sig í dag en þekkir þá stöðu sem Isak er í.
,,Ég skil hvað Alex er að ganga í gegnum og það sem ég get sagt er að ég er svo ánægður að vera laus við svona sögusagnir í sumar,“ sagði Gordon.
,,Þetta er í fyrsta sinn í þrjú ár sem ég slepp við þetta! Þetta er svo þægilegt fyrir andlegu heilsuna.“