Stórstjarnan Achraf Hakimi er í vandræðum samkvæmt fréttum í Frakklandi en um er að ræða leikmann Paris Saint-Germain og landsliðsmann Marokkó.
Le Parisien hefur greint frá því að Hakimi sé nú ásakaður um nauðgun og gæti átt yfir höfði sér 15 ára fangelsisdóm.
Hakimi er 26 ára gamall en hann er sagður hafa boðið ungri konu á heimili sitt í París með þeim tilgangi að stunda kynlíf.
Konan segist hafa talað við Hakimi í gegnum Instagram í janúar 2023 og hittust þau svo í febrúar sama ár í persónu.
Eiginkona Hakimi, Hiba Abouk, var stödd erlendis er atvikið átti sér en hún var í Dubai ásamt tveimur börnum hjónanna.
Hakimi er sagður hafa kysst og snert konuna án leyfis á óviðeigandi hátt sem varð til þess að hún reyndi að komast út úr húsinu.
Hann er einnig ásakaður um að hafa ráðist á konuna er hún reyndi að flýja heimilið en Hakimi hefur sjálfur harðneitað allri sök.