Valdimar Þór Ingimundarson leikmaður Víkings hefur áhuga á því að yfirgefa félagið og ganga til liðs við Val. Þetta herma heimildir 433.is.
Sömu heimildir herma að Valur hafi í tvígang sent Víkingum tilboð í leikmanninn en þeim hafi báðum verið hafnað. Ekki er útilokað að Valur reyni aftur en félagaskiptaglugginn er opinn þessa stundina.
Valdimar spilaði 25 leiki fyrir Víking í Bestu deildinni í fyrra og skoraði í þeim 9 mörk, hann hefur skorað 2 mörk í 13 leikjum núna.
Valdimar er fæddur árið 1999 en hann var atvinnumaður í Noregi í fjögur ár áður en hann kom í Víking fyrir síðasta tímabil.
Þessi knái miðju og sóknarmaður er með samning við Víking út árið 2027 en hann byrjaði í liði Víkings sem tapaði gegn Val í gær. Með því fór Valur á topp deildarinnar en liðið með sama stigafjölda og Víkingur og Breiðablik