fbpx
Þriðjudagur 22.júlí 2025
433Sport

Valdimar Þór hefur áhuga á því að fara til Vals – Víkingur hefur hafnað tveimur tilboðum

Hörður Snævar Jónsson
Mánudaginn 21. júlí 2025 20:41

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Valdimar Þór Ingimundarson leikmaður Víkings hefur áhuga á því að yfirgefa félagið og ganga til liðs við Val. Þetta herma heimildir 433.is.

Sömu heimildir herma að Valur hafi í tvígang sent Víkingum tilboð í leikmanninn en þeim hafi báðum verið hafnað. Ekki er útilokað að Valur reyni aftur en félagaskiptaglugginn er opinn þessa stundina.

Valdimar spilaði 25 leiki fyrir Víking í Bestu deildinni í fyrra og skoraði í þeim 9 mörk, hann hefur skorað 2 mörk í 13 leikjum núna.

Valdimar er fæddur árið 1999 en hann var atvinnumaður í Noregi í fjögur ár áður en hann kom í Víking fyrir síðasta tímabil.

Þessi knái miðju og sóknarmaður er með samning við Víking út árið 2027 en hann byrjaði í liði Víkings sem tapaði gegn Val í gær. Með því fór Valur á topp deildarinnar en liðið með sama stigafjölda og Víkingur og Breiðablik

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Goðsögn kveður og gerir fjögurra ára samning í Tyrklandi

Goðsögn kveður og gerir fjögurra ára samning í Tyrklandi
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Seldi 70 þúsund treyjur á einum degi

Seldi 70 þúsund treyjur á einum degi
433Sport
Í gær

Gascoigne fannst meðvitundarlaus og var fluttur á sjúkrahús

Gascoigne fannst meðvitundarlaus og var fluttur á sjúkrahús
433Sport
Í gær

Besta deildin: Þrjú lið á toppnum með 30 stig eftir sigur Vals í Víkinni

Besta deildin: Þrjú lið á toppnum með 30 stig eftir sigur Vals í Víkinni
433Sport
Í gær

Hættur að fylgja kærustunni á samskiptamiðlum – Viðurkenndi vandamál fyrr á árinu

Hættur að fylgja kærustunni á samskiptamiðlum – Viðurkenndi vandamál fyrr á árinu
433Sport
Í gær

Hafnar því að snúa aftur í úrvalsdeildina

Hafnar því að snúa aftur í úrvalsdeildina