Víkingur hefur kallað Daða Berg Jónsson úr láni frá Vestra, hefur hann fengið leikheimild og getur spilað gegn KR um helgina.
Kantmaðurinn knái hefur verið frábær á láni hjá Vestra á þessu tímabili.
Ljóst er að það mikil blóðtaka fyrir Vestra að missa Daða sem hefur reynst liðinu afar vel.
Daði hefur spilað ellefu leiki í Bestu deildinni með Vestra og skorað í þeim fimm mörk.
Hann er fæddur árið 2006 og kemur aftur heim í Víkina þar sem liðið er í Evrópukeppni og að berjast á toppnum í Bestu deildinni.