fbpx
Föstudagur 18.júlí 2025
433Sport

Skaginn staðfestir sölu á Oliver í næst efstu deild í Póllandi

Hörður Snævar Jónsson
Föstudaginn 18. júlí 2025 10:00

Oliver í leik með Íslandi

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Knattspyrnufélagið ÍA hefur selt Oliver Stefánsson til pólska liðsins GKS Tychy sem leikur í næst efstu deild í Póllandi.

Oliver er uppalinn Skagamaður og snéri aftur heim á Akranes fyrir síðasta tímabil. Hann hafði áður verið hjá Breiðablik þar sem hann spilaði lítið.

Oliver fór ungur að árum til Norköpping í Svíþjóð þar sem meiðsli og veikindi gerðu honum erfitt fyrir.

Síðasti leikur Olivers í bili fyrir ÍA var 1-0 sigur á KR síðustu helgi.

Skaginn er að berjast í neðri hluta Bestu deildarinnar og ljóst að það er nokkur blóðtaka fyrir félagið að missa Oliver.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Þetta eru liðin sem Víkingar og Valur mæta

Þetta eru liðin sem Víkingar og Valur mæta
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Ótrúlegur leikur í Sambandsdeildinni: Unnu fyrri leikinn 4-0 en eru úr leik – Fengu 60 skot á sig

Ótrúlegur leikur í Sambandsdeildinni: Unnu fyrri leikinn 4-0 en eru úr leik – Fengu 60 skot á sig
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Valur og Víkingur í eldlínu í Evrópu í dag – Bæði lið í góðri stöðu

Valur og Víkingur í eldlínu í Evrópu í dag – Bæði lið í góðri stöðu
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Jón Páll ráðinn í þjálfarateymi Víkings

Jón Páll ráðinn í þjálfarateymi Víkings
433Sport
Í gær

Svona var tölfræði Ekitike á síðustu leiktíð – Færist nær Liverpool

Svona var tölfræði Ekitike á síðustu leiktíð – Færist nær Liverpool
433Sport
Í gær

Arsenal staðfestir kaupin – Er dýrasti leikmaður sögunnar

Arsenal staðfestir kaupin – Er dýrasti leikmaður sögunnar