fbpx
Mánudagur 10.nóvember 2025
433Sport

KA staðfestir komu Birnis – Gerir samning út tímabilið

Hörður Snævar Jónsson
Föstudaginn 18. júlí 2025 09:33

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

KA hefur borist gríðarlega mikill liðsstyrkur fyrir síðari hluta sumarsins en Birnir Snær Ingason skrifaði í morgun undir samning út tímabilið.

Birnir sem mætir norður frá sænska liðinu Halmstad er 28 ára gamall vængmaður. „Bindum miklar vonir við að muni lyfta sóknarleik okkar upp á hærra plan,“ segir á vef KA.

Birnir vakti verðskuldaða athygli fyrir framgöngu sína er hann lék með Víking og var meðal annars valinn besti leikmaður Bestu deildarinnar sumarið 2023 er Víkingar unnu tvöfalt en BIrnir skoraði 12 mörk og gaf 8 stoðsendingar í 25 deildarleikjum það sumarið. Þar áður lék hann með HK og Val auk uppeldisfélags síns Fjölni.

Birnir gekk í raðir sænska liðsins Halmstad í byrjun ársins 2024 en það árið gerði hann fjögur mörk í 26 deildarleikjum. Í ár hafa tækifærin verið færri.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Í gær

Allt á suðupunkti á bak við tjöldin á Íslandi – „Vinur minn talaði við mig. Þá fór ég að pæla“

Allt á suðupunkti á bak við tjöldin á Íslandi – „Vinur minn talaði við mig. Þá fór ég að pæla“
433Sport
Í gær

Samherji Stefáns Teits fær þungan dóm fyrir kynþáttaníð

Samherji Stefáns Teits fær þungan dóm fyrir kynþáttaníð
433Sport
Fyrir 2 dögum

Fyrrum stjarna Arsenal og Liverpool opnar sig – „Það var erfitt og ég vil ekki fara í gegnum það aftur“

Fyrrum stjarna Arsenal og Liverpool opnar sig – „Það var erfitt og ég vil ekki fara í gegnum það aftur“
433Sport
Fyrir 2 dögum

Leikmaður Arsenal ekki að spila nóg til að komast í landsliðið

Leikmaður Arsenal ekki að spila nóg til að komast í landsliðið
433Sport
Fyrir 2 dögum

Vonarstjarna Chelsea kvartar undan kulda í London – Stjórinn varar hann við því sem er á leiðinni

Vonarstjarna Chelsea kvartar undan kulda í London – Stjórinn varar hann við því sem er á leiðinni
433Sport
Fyrir 2 dögum

Svarar fyrir dónaleg skilaboð sem hún á að hafa sent á mann sem er í sambandi með samstarfskonu

Svarar fyrir dónaleg skilaboð sem hún á að hafa sent á mann sem er í sambandi með samstarfskonu