Bryan Mbeumo mun um helgina skrifa undir fimm ára samning við Manchester United eftir að tilboð félagsins var samþykkt.
Brentford samþykkt 65 milljóna punda tilboð frá United í dag kaupverðið getur hækkað um 6 milljónir punda með bónusum.
Mbeumo skoraði 20 mörk í ensku úrvalsdeildinni á síðustu leiktíð, viðræður félaganna tóku langan tíma.
United bætti við ákvæði í samningi Mbeumo sem gerir félaginu kleift að framlengja samningin um eitt ár.
Mbeumo heldur til Manchester í dag og mun fara í það ferli að fara í læknisskoðun og ganga frá samningi sínum.