Liverpool færist nær því að kaupa franska sóknarmanninn Hugo Ekitike frá Frankfurt.
Fabrizio Romano segir frá þessu en hann segir viðræður Liverpool og Frankfurt þróast í rétta átt.
Liverpool hefur einnig viljað fá Alexander Isak en svörin frá Newcastle eru á þann veg að hann sé ekki til sölu.
Newcastle hefur viljað kaupa Ekitike frá Frankfurt en ljóst er að Liverpool mun hafa betur ef Newcastle vill ekki selja þeim Isak.
Ekitike er franskur sóknarmaður sem var áður hjá PSG, hann hefur blómstrað hjá Frankfurt og gæti nú endað á Anfield.
🚨🔴 Understand Liverpool are advancing today in club to club talks with Eintracht for Hugo Ekitike.
While Isak deal depends on final decision by Newcastle as they insist on not-for-sale stance…
…Liverpool also progressing on both club and player side for Ekitike. pic.twitter.com/eqjQ75GGy9
— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) July 17, 2025