Það fór fram einn leikur í Bestu deild karla í kvöld en leikið var í Mosfellsbæ í 15. umferð sumarsins.
Afturelding fékk Fram í heimsókn en leiknum lauk með 1-1 jafntefli þar sem gestirnir voru aðeins sterkari aðilinn.
Aron Jóhannsson kom Aftureldingu yfir snemma í seinni hálfleik en Róbert Hauksson jafnaði síðar metin fyrir Fram.
Afturelding er í sjöunda sæti deildarinnar með 19 stig en Fram er í því fjórða með 23.