Manchester United er að skoða miðsvæði sitt og er samkvæmt fréttum að skoða Corentin Tolisso miðjumann Lyon.
L’Equipe í Frakklandi segir að United hafi spurst fyrir um þennan þrítuga miðjumann.
Sagt er að United hafi rætt við Lyon um málið til að kanna hvort hægt sé að kaupa hann í sumar.
Tolisso var í fimm ár hjá FC Bayern áður en hann kom til Lyon fyrir þremur árum.
United hefur gengið illa á markaðnum þetta sumarið og aðeins náð að klófesta Matheus Cunha frá Wolves.