Cristiano Ronaldo mun ekki spila jafn mikið fyrir lið Al Nassr á næsta tímabili samkvæmt blaðamanninum Falah Al Quahtani.
Falah er blaðamaður í Sádi Arabíu og sérhæfir sig í að fjalla um liðin sem spila þar í landi.
Samkvæmt hans heimildum mun Ronaldo spila um 25 prósent minna næsta vetur og og verður varamaður oftar en á síðasta tímabili.
Ástæðan er aldur leikmannsins en Ronaldo er orðinn fertugur og vill félagið alls ekki ofkeyra leikmanninn á löngu og ströngu tímabili.
Ronaldo mun einnig vilja halda sér meiðslalausum fyrir HM 2026 en hann gerir sér vonir um að spila fyrir Portúgal á því móti.