Samkvæmt The Athletic er það komið í forgang hjá Liverpool að finna sér framherja áður en enska úrvalsdeildin fer af stað.
Búist er við að Darwin Nunez framherji félagsins fari í sumar og er líklegt að hann fari til Napoli.
Athletic segir að bæði Alexander Isak hjá Newcastle og Hugo Ekitike hjá Frankfurt séu á blaði en þar er einnig óvænt nafn.
Þar segir að Nicolas Jackson framherji Chelsea sé einnig á blaði hjá Liverpool en Richard Hughes yfirmaður knattspyrnumála hefur mikla trú á honum.
Framherjinn frá Senegal gæti verið til sölu eftir kaup Chelsea á Joao Pedro og Liam Delap.