Manchester City hefur skrifað undir sturlaðan samning við Puma sem mun borga félaginu einn milljarð punda fyrir að framleiða búninga félagsins.
Puma gerir tíu ára samning við City sem mun því færa enska félaginu 100 milljónir punda á hverju tímabili.
Þetta er stærsti samningur sem félag hefur gert við framleiðanda búninga, Real Madrid átti þann stærsta við Adidas sem færir félaginu 950 milljónir punda.
Manchester United gerði tíu ára samning við Adidas árið 2023 sem færir félaginu 900 milljónir punda.
City er því að skáka risunum en Puma hefur framleitt búninga City frá árinu 2019.