Elvar Geir Magnússon ritstjóri Fótbolta.net sgeir að Árni Freyr Guðnason fyrrum þjálfari Fylkis hafi misst klefann eftir ummæli sem hann lét falla við leikmenn.
Árni var rekinn úr starfi frá Fylki í gær en hann tók við þjálfun liðsins fyrir tímabilið, hafði Árni unnið frábært start hjá ÍR áður.
Fylkir er í fallbaráttu í Lengjudeildinni en liðið var í Bestu deildinni á síðustu leiktíð.
„Ég heyrði það eftir tapið gegn Selfossi þá hafi Árni Guðna misst klefann eftir leik,“ sagði Elvar í Innkastinu en Fylkir tapaði gegn Selfoss um liðna helgi.
Elvar segir að Árni hafi farið inn í klefa og látið ummæli falla sem fóru ekki vel í leikmenn Fylkis.
„Sagan segir, að hann hafi tilkynnt mönnum að hann vildli henda mönnum út og fá nýja menn í staðin. Missti leikmannahópinn á einu bretti.“
Talið var fyrir mót að Fylkir myndi labba yfir Lengjudeildina eftir frábæra frammistöðu á undirbúningstímabilinu.
„Er ekki heilt á litið, þá eru Fylkir mestu vonbrigðin í íslenska boltanum.“