KR mistókst að skora í fyrsta sinn í Bestu deild karla á tímabilinu í kvöld er liðið mætti ÍA.
Það hefur gengið illa hjá KR undanfarið og er liðið í harðri baráttu ásamt einmitt ÍA sem er í fallsæti.
Ísak Máni Guðjónsson tryggði Skagamönnum 1-0 heimasigur í dag og lyfti liðinu fyrir ofan KA sem situr á botninum.
Fyrr í kvöld spilaði ÍBV við lið Stjörnunnar og vann sinn fimmta sigur á tímabilinu.
ÍBV situr í níunda sæti deildarinnar en Stjarnan er enn í því fimmta og hefur ekki unnið í þremur leikjum í röð.