Barcelona hefur staðfest kaup sín á Roony Bardghji frá FC Kaupmannahöfn, kantmaðurinn gerir fjögurra ára samning.
Bardghji er fæddur árið 2005 en hann fæddist í Kúveit en er landsliðsmaður Svíþjóðar.
Hann er 19 ára gamall hægri kantmaður sem er þekktur fyrir hraða sinn og tækni.
Bardghji gekk í raðir FCK árið 2020 frá Malmö og byrjaði í unglingastarfi félagsins en braut sér leið inn í aðalliðið.
Hann spilaði 84 leiki fyrir aðallið FCK og skoraði í þeim 15 mörk.