Malo Gusto, leikmaður Chelsea, virðist hafa skotið létt á fyrrum stjóra liðsins, Mauricio Pochettino, sem var rekinn í fyrra.
Pochettino var rekinn eftir tímabilið 2023/2024 en hann fékk aðeins að vera stjóri Chelsea í rúmlega eitt ár.
Enzo Maresca tók við og er vinsæll á meðal leikmanna en Chelsea er komið í úrslit HM félagsliða og mætir PSG í kvöld.
Gusto segir að Maresca fari mun betur yfir hlutina en Pochettino og gefur í skyn að sá argentínski hafi ekki hugsað mikið út í taktík liðsins á tíma hans þar.
,,Þetta er svo sannarlega öðruvísi en á síðustu leiktíð, þegar kemur að smáatriðum og hvernig við spilum,“ sagði Gusto.
,,Það er hugsað mun meira um taktík myndi ég segja. Hann er toppstjóri og við erum komnir í úrslitaleikinn vegna hans.“