Allavega þrjú ensk stórlið eru að horfa til markmannsins Gianluigi Donnarumma sem spilar með Paris Saint-Germain.
Þetta kemur fram í franska miðlinum L’Equipe en Donnarumma verður samningslaus næsta sumar.
Það gengur illa hjá PSG að semja við leikmanninn og er möguleiki á að hann verði seldur í sumar ef rétt tilboð berst.
Donnarumma er einn besti markvörður heims en Chelsea, Manchester United og Manchester City eru sögð hafa áhuga.
GFNN í Frakklandi segir þó að Donnarumma vilji halda sig í París og sé ekki að leitast eftir því að yfirgefa félagið.