Gareth Bale, fyrrum leikmaður Tottenham og Real Madrid, telur sig vita hver mun vinna Ballon d’Or verðlaunin í vetur.
Ballon d’Or verðlaunin eru afhent í lok árs á hverju ári en þar er besti leikmaður heims kosinn að hverju sinni.
Bale segir að það sé ekki hægt að horfa framhjá Ousmane Dembele sem spilar með Paris Saint-Germain í Frakklandi.
Dembele skoraði 35 mörk og lagði upp önnur 16 á síðasta tímabili er PSG fagnaði sigri í Meistaradeildinni í fyrsta sinn og vann einnig þrennuna heima fyrir.
,,Já að mínu mati er hann líklegastur. Þú þarft líka að horfa á það sem félögin hafa unnið,“ sagði Bale.
,,Þeir unnu þrennuna og það er erfitt að bera hann saman við einhvern annan á þessu tímabili, hann er nokkuð langt á undan næsta manni að mínu mati.“