Jose Mourinho og hans menn í Fenerbahce eru að fá afskaplega mikinn liðsstyrk fyrir komandi átök í vetur.
Fenerbahce er að festa kaup á vængmanninum Leandro Trossar dsem á ekki fast sæti í liði Arsenal.
Trossard hefur áhuga á að færa sig annað og mun Arsenal samþykkja tilboð upp á um 17 milljónir punda.
Belginn á aðeins eitt ár eftir af samningi sínum við Arsenal og er hann neðarlega í goggunarröðinni eftir komu Noni Madueke frá Chelsea.
Greint er frá því að Trossard sé búinn að samþykkja að ganga í raðir Fenerbahce og nú á aðeins eftir að semja um kaupverð.