Leikmaður að nafni Yeray Alvarez hefur verið dæmdur í tímabundið bann en hann er undir rannsókn frá spænska knattspyrnusambandinu.
Alvarez er talinn hafa fallið á lyfjaprófi eftir leik gegn Manchester United sem fór fram í maí á þessu ári í Evrópudeildinni.
Alvarez er þrítugur að aldri en hann hefur tvívegis greinst með krabbamein og tekið lyf vegna þess.
Alvarez hefur sjálfur staðfest að hann sé undir rannsókn sambandsins en harðneitar að hafa viljandi tekið inn ólögleg efni.
Hann hefur nýlega jafnað sig eftir að hafa greinst með eistnakrabbamein í annað sinn en féll á lyfjaprófi eftir tapleikinn gegn United.
Það verður að koma í ljós hvort um mistök hafi verið að ræða en eins og áður sagði þá harðneitar leikmaðurinn allri sök.