Pierre-Emerick Aubameyang er líklega á leið aftur til Marseille eftir stutt stop hjá Al-Quadsiah í Sádi Arabíu.
Frá þessu greina franskir miðlar en Aubameyang stóð sig vel í Sádi og skoraði 17 mörk í 32 leikjum fyrir félagið.
Aubameyang var fyrir það hjá Marseille og skoraði einnig 17 mörk en í 34 deildarleikjum en hann kom til félagsins frá Chelsea.
Aubameyang er reynslumikill leikmaður en hann er orðinn 36 ára gamall og kominn á seinni ár ferilsins.
Þessi landsliðsmaður Gabon hefur spilað fyrir lið eins og arsenal, Barcelona og Chelsea á sínum ferli.