fbpx
Laugardagur 06.september 2025
433Sport

Noregur vann Ísland í sjö marka leik

Victor Pálsson
Fimmtudaginn 10. júlí 2025 20:56

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Íslenska kvennalandsliðið endar EM í Sviss án þess að vinna leik en liðið spilaði við Noreg nú í kvöld.

Ísland var úr leik fyrir viðureign kvöldsins eftir tap gegn Finnlandi í fyrstu umferð og svo gegn Sviss í þeirri annarri.

Noregur sem er með mjög sterkt lið ákvað að hvíla lykilmenn í leiknum enda liðið komið áfram í útsláttarkeppnina.

Sveindís Jane Jónsdóttir kom Íslandi yfir eftir sex mínútur og gaf Íslendingum von um að fá sín fyrstu stig.

Noregur átti hins vegar eftir að skora fjögur mörk og var komið í afskaplega góða stöðu lengi vel en þær Signe Gaupset og Frida Maanum gerðu báðar tvennu.

Hlín Eiríksdóttir lagaði stöðuna fyrir Ísland undir lokin og Glódís Perla Viggósdóttir bætti svo við þriðja marki Íslands úr vítaspyrnu í uppbótartíma.

Flottur karakter í íslenska liðinu sem tapar 4-3 en getur labbað stolt af velli eftir frammistöðuna í lokaleiknum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Vilja gera við hann samning svo hann klári ferilinn í Bítlaborginni

Vilja gera við hann samning svo hann klári ferilinn í Bítlaborginni
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Amorim fór í kvöldverð með Semenyo – Félögin náðu ekki saman

Amorim fór í kvöldverð með Semenyo – Félögin náðu ekki saman
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Jón Dagur: „Þú mátt kalla þetta það sem þú vilt“

Jón Dagur: „Þú mátt kalla þetta það sem þú vilt“
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Messi brast í grát í nótt þegar hann lék líklega sinn síðasta dans á heimavelli

Messi brast í grát í nótt þegar hann lék líklega sinn síðasta dans á heimavelli
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Mikill áhugi í Sádí Arabíu á Maguire sem er klár í að skoða málið

Mikill áhugi í Sádí Arabíu á Maguire sem er klár í að skoða málið
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Dalot meiddist í verkefni með Portúgal og heldur til Manchester

Dalot meiddist í verkefni með Portúgal og heldur til Manchester