fbpx
Föstudagur 11.júlí 2025
433Sport

Noregur vann Ísland í sjö marka leik

Victor Pálsson
Fimmtudaginn 10. júlí 2025 20:56

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Íslenska kvennalandsliðið endar EM í Sviss án þess að vinna leik en liðið spilaði við Noreg nú í kvöld.

Ísland var úr leik fyrir viðureign kvöldsins eftir tap gegn Finnlandi í fyrstu umferð og svo gegn Sviss í þeirri annarri.

Noregur sem er með mjög sterkt lið ákvað að hvíla lykilmenn í leiknum enda liðið komið áfram í útsláttarkeppnina.

Sveindís Jane Jónsdóttir kom Íslandi yfir eftir sex mínútur og gaf Íslendingum von um að fá sín fyrstu stig.

Noregur átti hins vegar eftir að skora fjögur mörk og var komið í afskaplega góða stöðu lengi vel en þær Signe Gaupset og Frida Maanum gerðu báðar tvennu.

Hlín Eiríksdóttir lagaði stöðuna fyrir Ísland undir lokin og Glódís Perla Viggósdóttir bætti svo við þriðja marki Íslands úr vítaspyrnu í uppbótartíma.

Flottur karakter í íslenska liðinu sem tapar 4-3 en getur labbað stolt af velli eftir frammistöðuna í lokaleiknum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Norðmenn hvíla vel gegn Íslandi – Fimm fá fyrsta sénsinn

Norðmenn hvíla vel gegn Íslandi – Fimm fá fyrsta sénsinn
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Byrjunarlið Íslands í lokaleiknum: Steini gerir þrjár breytingar – Katla fær tækifærið í byrjunarliðinu

Byrjunarlið Íslands í lokaleiknum: Steini gerir þrjár breytingar – Katla fær tækifærið í byrjunarliðinu
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Aftur farnir að eltast við Garnacho

Aftur farnir að eltast við Garnacho
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Furðuleg umræða í Noregi fyrir leikinn gegn Íslandi

Furðuleg umræða í Noregi fyrir leikinn gegn Íslandi
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Þarf fleiri sálfræðinga svo stelpurnar geti náð árangri? – „Aug­ljós­asta niðurstaðan í þessu öllu sam­an“

Þarf fleiri sálfræðinga svo stelpurnar geti náð árangri? – „Aug­ljós­asta niðurstaðan í þessu öllu sam­an“
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Arsenal kaupir danska miðjumanninn

Arsenal kaupir danska miðjumanninn
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Keyrði framhjá vettvangi rétt eftir slysið hjá Diogo Jota – Lofar fólki því að þeir keyrðu ekki of hratt

Keyrði framhjá vettvangi rétt eftir slysið hjá Diogo Jota – Lofar fólki því að þeir keyrðu ekki of hratt
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Líklegt byrjunarlið í lokaleik Íslands – Færri breytingar en einhverjir vilja

Líklegt byrjunarlið í lokaleik Íslands – Færri breytingar en einhverjir vilja