Helgi Fannar Sigurðsson skrifar frá Sviss
Gemma Grainger, þjálfari norska kvennalandsliðsins, býst við hörkuleik gegn Íslandi í kvöld, þrátt fyrir að lítið sé undir.
Noregur hefur þegar unnið riðilinn en Ísland er úr leik eftir töp gen Finnum og Sviss það sem af er móti. Liðin voru saman í Þjóðadeildinni í vor og var niðurstaðan jafntefli í báðum leikjum.
„Við þekkjum þær vel. Þetta hafa verið jafnir leikir í riðlinum svo þó Ísland hafi ekki fengið úrslitin sem þau vildu sé ég sterkt lið, sem hefur spilað vel í fyrstu tveimur leikjunum,“ sagði Grainger á blaðamannafundi fyrir leik.
Hún telur að það hafi ekki áhrif á leikinn að örlög liðanna séu þegar ráðin.
„Ég held að það hafi ekki áhrif á leikinn. Ég veit að íslenska liðið vill ná góðri frammistöðu fyrir sig og stuðnigningsmenn sína, sem ég hef tekið eftir að hafa verið frábærir.“