Manchester United var búið að gera samkomulag við Amazon um heimildarþætti, áttu þeir að færa félaginu rúma 10 milljónir punda.
Amazon hefur gert vinsæla heimildarþætti um Arsenal og Tottenham þar sem myndavélarnar fá að fara á bak við tjöldin.
Fylgst er með öllu yfir tímabilið en Manchester City hefur einnig gert þætti. með Amazon.
United var spennt fyrir þessu enda hefði þetta gefið félaginu auknar tekjur.
Ruben Amorim stjóri liðsins vildi hins vegar ekki sjá þetta og samkvæmt Athletic ákvað Sir Jim Ratcliffe að hlusta á hann.