fbpx
Sunnudagur 09.nóvember 2025
433Sport

Lögreglan á Spáni tjáir sig um rannsókn málsins – „Bendir allt til þess að ökutækið hafi verið á töluvert meiri hraða en leyfður er“

Hörður Snævar Jónsson
Þriðjudaginn 8. júlí 2025 14:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Samkvæmt lögreglunni á Spáni er talið að Diogo Jota hafi keyrt bílinn þegar hann lenti utan vegar með þeim hræðilegu afleiðingum að hann og bróðir hans létu lífið.

Atvikið átti sér stað síðasta fimmtudag en gögnin benda til þess að bílinn hafi verið vel yfir hámarkshraða.

Jota var framherji Liverpool og landsliðsmaður frá Portúgal en útför hans fór fram í heimalandinu á laugardag.

„Sérfræðingar eru enn að klára sína vinnu, það er verið að skoða slitförin sem eitt af dekkjum ökutækisins gerði,“ segir lögreglan í samtali við fjölmiðla á Spáni

„Það bendir allt til þess að ökutækið hafi verið á töluvert meiri hraða en leyfður er á þessum kafla á veginum.“

Lögreglan telur að Jota hafi keyrt bílinn en eins og fyrr segir eru sérfræðingar að klára rannsókn á málinu.

„Einnig bendir allt til þess að ökumaðurinn hafi verið Diogo Jota.“

„Þegar sérfræðingar hafa lokið sinni vinnu þá verða þau gögn send til dómstóla.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Í gær

Real Madrid ekki tilbúið að ganga að launakröfunum – Liverpool og Bayern sitja við borðið

Real Madrid ekki tilbúið að ganga að launakröfunum – Liverpool og Bayern sitja við borðið
433Sport
Í gær

Ivan Toney vill aftur til Englands í janúar – Hans gamli stjóri opnar dyrnar

Ivan Toney vill aftur til Englands í janúar – Hans gamli stjóri opnar dyrnar
433Sport
Í gær

Arne Slot biður um meiri þolinmæði – Isak byrjar að æfa aftur í dag

Arne Slot biður um meiri þolinmæði – Isak byrjar að æfa aftur í dag
433Sport
Í gær

Í þriggja ára bann frá leikjum eftir hómófóbísk orð um leikmenn Chelsea og Diogo Dalot

Í þriggja ára bann frá leikjum eftir hómófóbísk orð um leikmenn Chelsea og Diogo Dalot