Leikmenn Liverpool mættu til æfinga í dag aðeins þremur dögum eftir að flestir þeirra höfðu mætt í útför Diogo Jota í Portúgal á laugardag.
Framherji Liverpool lést á fimmtudag í síðustu viku þegar hann og bróðir hans lentu í hræðilegu bílslysi.
Mohamed Salah, Andy Robertson, Jeremie Frimpong og fleiri voru mættir til starfa í morgun.
Jota var 28 ára gamall framherji frá Portúgal sem hafði verið hjá Liverpool í fimm ár, ljóst er að næstu dagar verða erfiðir hjá félaginu.
Undirbúningstímabil Liverpool átti að byrja á föstudag en því var frestað til að leyfa mönnum að syrgja og ná áttum eftir áfallið.