Anthony Elanga er að kveðja lið Nottingham Forest og verður leikmaður Newcastle á næstu leiktíð.
Þetta staðfestir blaðamaðurinn Fabrizio Romano en Newcastle borgar 55 milljónir punda fyrir vængmanninn.
Forest vildi halda Elanga en gat ekki hafnað boði Newcastle sem er ríkasta félag heims í dag.
Romano notar ‘Here We Go’ við frétt um Elanga og er talið að hann skrifi undir sex ára samning.
Elanga var áður hjá Manchester United en fékk ekki mörg tækifæri þar og var seldur til Forest.